Trent Alexander-Arnold, varafyrirliði Liverpool á Englandi, hefur hafnað enn einu samningstilboði félagsins og er ákveðinn í að fara til Real Madrid eftir tímabilið en þetta segir spænski miðillinn MARCA í dag.
Alexander Arnold, sem er 26 ára gamall, er að renna út á samningi hjá Liverpool og virðist ekki standa til að framlengja þann samning.
Liverpool hefur gert nokkrar tilraunir til þess að halda Trent en þær ekki borið árangur til þessa.
MARCA segir að hann hafi nú hafnað enn einu samningstilboði félagsins.
Spænski miðillinn segir að Trent hafi tekið ákvörðun fyrir einhverju síðan um að fara til Real Madrid á frjálsri sölu eftir tímabilið og hann sé búinn að skuldbinda sig félaginu.
Trent er fæddur og uppalinn í Liverpool og spilað allan sinn feril með þeim rauðklæddu.
Mohamed Salah og Virgil van Dijk verða einnig samningslausir í sumar og hafa engar nýjar fréttir borist af samningaviðræðum þeirra við klúbbinn. Eins og staðan er núna er útlit fyrir allsherjar endurbyggingu hjá Liverpool í sumar.
Athugasemdir