Andrea Pirlo var meðal goðsagnanna sem mættu til leiks fyrr í dag, þegar goðsagnalið Tottenham spilaði við goðsagnalið AC Milan í góðgerðarleik.
Tottenham rústaði viðureigninni og var staðan 6-1 þegar Pirlo stillti sér upp til að taka aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi.
Pirlo, sem tók stutt tilhlaup, gerði sér lítið fyrir og klíndi boltanum í samskeytin eins og ekkert væri eðlilegra. Goðsagnir á borð við Serginho, Cafu og Marek Jankulovski fögnuðu þessu draumamarki með Pirlo.
Robbie Keane átti draumaleik gegn Milan og skoraði þrennu í stórsigri Tottenham.
Tottenham Hotspur Legends 6 - [2] AC Milan Glorie - Andrea Pirlo great freekick 83'
byu/Imbasauce insoccer
Athugasemdir