Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   þri 23. apríl 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Klefinn er nýr hlaðvarpsþáttur með fókusinn á íþróttir
Mynd: Silja Úlfars
Elísa Viðarsdóttir.
Elísa Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Pálsson.
Helgi Valur Pálsson.
Mynd: Klefinn
„Ef ég vil vera betri þá ætla ég að skrifa niður hvað ég geri fyrir og eftir leik, hvernig mér leið í leiknum, var ég orkumikil, kraftmikil, gat ég sinnt því sem ég þurfti að sinna. Þegar þú þekkir þig þá treystirðu ferlinu miklu betur. Hvað er betra en að vera íþróttamaður sem fer inn í keppni með sjálfstraustið í botni“, segir Elísa í hlaðvarpinu Klefinn með Silju Úlfars.

Klefinn er nýr hlaðvarpsþáttur með fókusinn á íþróttir og hvernig er hægt að ná árangri, allt íþróttafólk getur lært hvert af öðru, en hér eru fjórir þættir sem knattspyrnufólk ætti að hlusta á.

Elísa Viðarsdóttir – næringarfræðingur og knattspyrnukona
Í þættinum ræðir Elísa næringu íþróttafólks og hvernig íþróttafólk ætti að þekkja sig til að fá sem mest út úr sér í keppni og á æfingum. Elísa talar einnig um mikilvægi þess að ungt íþróttafólk kunni á næringu og geti fótað sig í eldhúsinu, sérstaklega ef þau stefna út á atvinnumennsku. Elísa kemur með tillögur að matarvali, hvað er gott að eiga heima hjá sér til að grípa í, þá eru æfingar oft á misjöfnum tíma og sumar seint á kvöldin, því er mikilvægt að búa til rútínu, en partur af æfingunni er að næra sig fyrir og eftir æfingar.
Hlusta má á Elísu Viðars hér

Sólveig Þórarinsdóttir - sjúkraþjálfari
Sólveig æfði knattspyrnu en hætti vegna meiðsla, í dag er hún sjúkraþjálfari og brennur fyrir að aðstoða íþróttafólk og hún ræðir um hvernig er hægt að fyrirbyggja meiðsli, hún talar um heimasíðuna FITTOPLAY.ORG sem er hægt að nýta sér til að finna meiðslafyrirbyggjandi æfingar.
Af öllum rannsóknum um knattspyrnu þá eru aðeins 7% af rannsóknum til um konur í knattspyrnu. Sólveig minnir á að konur eru ekki litlir karlar. Í þættinum er farið yfir krossbandameiðsli, blæðingar, Osgood Schlatter (hnémeiðsl) og fleira.
Hlusta má á Sólveigu hér.

Helgi Valur Pálsson - íþróttasálfræðingur
Helgi Valur ræðir um margt sem kemur að huganum og íþróttum og kemur með tillögur að æfingum sem hægt er að nýta sér og talar um 4 meginþætti í hugarþjálfun. Í íþróttum gerir fólk mistök, lenda í meiðslum, vera sett á bekkinn, tekin úr hópnum eða ágreining, hvernig ætlarðu að bregðast við því? Helgi fer um víðan völl, talar um frammistöðukvíða, sjálfstraust, einbeitingu, tilfinningastjórnun, skynmyndaþjálfun (visualization) og fleira.
Hlusta má á Helga Val hér.

Tinna Jökulsdóttir
Tinna Jökulsdóttir sjúkraþjálfari og eigandi Fókus þjálfunar, en fókus þjálfun snýr að meiðslaforvörn, jafnvægi, samhæfingu, liðleika, hreyfiteygjur, cognitive æfingum og fleira. Rannsóknir sýna að unga kynslóðin er með meira tunnel vision, þau fókusa oft á lítinn punkt (t.d. símann), en úti á vellinum þá er mikil skönnun yfir völlinn, þegar þú ert á vellinum þá þarftu að sjá heildarmyndina og það þarf að þjálfa þessa hæfni.
Tinna talar um æfingar sem hægt er að gera og appið Switchedontrainingapp.com sem hún notar til að þjálfa íþróttafólk til að æfa samhæfinguna.
Hlusta má á Tinnu hér.

Það má finna þættina á Spotify og youtube
Frekari upplýsingar má finna á @klefinn.is eða hjá @siljaulfars
Athugasemdir
banner
banner
banner