Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mið 23. maí 2018 22:10
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Ég sé fyrir mér að við verðum taplausar út tímabilið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik og við vorum lengi að finna taktinn. Í rauninni fundum við ekki taktinn fyrr en í seinni hálfleik, boltinn fór að ganga betur milli manna og við skorum. Ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn eða margt í honum. Heilt yfir ekkert sérstaklega ánægður með leik liðsins en mjög ánægður með að halda hreinu og þrjú góð stig.“ sagði Donni eftir 2 - 0 sigur gegn KR.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  0 KR

Lilja Dögg Valþórsdóttir fékk það hlutverk að elta Söndru Mayor allan leikinn. 

„Leikurinn spilaðist bara eins og við bjuggumst við. KR er með mjög skipulagt lið og vörðust á mörgum mönnum. Þær voru með eina sem elti Söndru út um allt. Það var mjög skemmtilegt að sjá, fyndið eiginlega en bara flott hjá þeim. Virkaði reyndar ekki því Sandra skoraði.“

Þór/KA fékk til sín nýjan markmann á dögunum, Johanna Henriksson frá Svíþjóð.

„Við erum kominn með nýjan markmann en Bryndís er ekki endilega hætt. Við þurfum bara aðeins að sjá til hvernig það þróast. Hún er ennþá til taks og það kemur bara í ljós. Hún er ekki formlega hætt í Þór/KA. Það getur vel verið að hún spili næsta leik eða leiki. Það verður bara að koma í ljós.“

Þór/KA er taplaust eftir 4 leiki í deildinni.

„Ég sé það fyrir mér að við verðum taplausar út tímabilið eins og við ætluðum að gera í fyrra. Við förum í næsta leik og ætlum að vinna hann. Svo bara höldum við áfram.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. 



Athugasemdir
banner