Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. maí 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörk og fagn Hákons og Ísaks í gær - „Bara tveir strákar frá Skaganum"
Hákon fagnar markinu
Hákon fagnar markinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í gær varð FC Kaupmannahöfn danskur meistari. Liðið tryggði sér efsta sæti Superliga með 3-0 sigri gegn AaB í lokaumferðinni. Tveir Íslendingar voru í byrjunarliði liðsins og skoruðu þeir báðir í leiknum.

Fyrst skoraði Hákon Arnar Haraldsson og kom FCK yfir. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði svo þriðja mark liðsins og innsiglaði sigurinn.

Fagnið eftir mark Hákons var skemmtilegt en Skagamennirnir tveir tóku létt dansspor úti við hornfána. „Bara tveir strákar frá Skaganum" skrifaði Ísak við færslu á Instagram þar sem má sjá fagnið.

Fjórir Íslendingar urðu meistarar með FCK í gær. Orri Steinn Óskarsson kom inná í gær í sínum fyrsta mótsleik með aðalliði FCK og þá var Andri Fannar Baldursson hluti af leikmannahópi liðsins í vetur - var á láni frá ítalska félaginu Bologna.

Sjá einnig:
Íslensku gulldrengirnir í viðtali: Það er partí á eftir!

Mark Hákons:

Mark Ísaks:

Fagnið


Athugasemdir
banner
banner