Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn skoraði flottasta markið í Danmörku
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson skoraði besta markið í 31. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Neðst í fréttinni má sjá þetta virkilega flotta mark sem Orri skoraði.

Orri Steinn var besti leikmaður FC Kaupmannahafnar fyrr í þessari viku þegar liðið tapaði 3-2 gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði bæði mörk liðsins í leiknum.

Orri, sem er einungis 19 ára gamall, hefur verið virkilega góður eftir að danska deildin skiptist og er hann núna búinn að gera níu deildarmörk á tímabilinu, mest af öllum leikmönnum FCK.

FCK á ekki lengur möguleika á danska meistaratitlinum eftir tapið gegn AGF. FCK er fjórum stigum frá bæði Midtjylland og Bröndby þegar ein umferð er eftir af dönsku deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner