Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona hefur viðræður við Sevilla um Kounde
Jules Kounde
Jules Kounde
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona er í viðræðum við Sevilla um kaup á franska varnarmanninum Jules Kounde. Spænski miðillinn Cope segir frá.

Franski varnarmaðurinn er einn heitasti bitinn á markaðnum í sumar en eftir gott tímabil með Sevilla hefur hann ákveðið að yfirgefa félagið.

Kounde er 23 ára gamall og verið með bestu varnarmönnum spænsku deildarinnar síðustu ár en Chelsea hefur verið með auga á honum í einhvern tíma.

Sevilla hafnaði tilboði félagsins á síðasta ári og ætlar að hreppa hann í þetta sinn en Barcelona er að veita félaginu mikla samkeppni.

Samkvæmt Cope opnaði Barcelona viðræður við Sevilla um Kounde í gær. Sevilla vill 60 milljónir evra en Barcelona er þó ekki reiðubúið að ganga að verðmiðanum og vonast til að Sevilla lækki kröfur sínar.

Xavi, þjálfari Barcelona, sér Kounde fyrir sér sem arftaka Gerard Pique í vörninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner