Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   fim 23. júní 2022 22:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Láki semur við son sinn (Staðfest)
Lengjudeildin
Alexander Már Þorláksson.
Alexander Már Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsurum var að berast mikill liðsstyrkur því Alexander Már Þorláksson er búinn að semja við félagið.

Hann verður löglegur með liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnar í næsta mánuði.

„Alexander er mikill markaskorari og hefur spilað með Fram í sumar í Bestu deildinni og síðustu 2 ár þar á undan í Lengjudeildinni. Hann hefur komið víða við á ferlinum og leikið meðal annars með KF, ÍA, Fram og Hetti. Hann hefur skorað 122 mörk í 202 leikjum á ferlinum í leikjum á vegum KSÍ," segir í tilkynningu Þórs.

Í sumar hefur Alexander komið við sögu í sjö leikjum í Bestu deildinni og skorað eitt mark. Hann skoraði sjö mörk í 17 leikjum er Fram fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.

Hann fyllir í skarðið sem Je-wook Woo skilur eftir sig. Alexander er sonur Þorláks Árnasonar, þjálfara Þórs.

Þór hefur ekki verið að gera neitt stórkostlega hluti í sumar og situr liðið þessa stundina í tíunda sæti með fimm stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner