Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
   sun 23. júní 2024 20:53
Daníel Smári Magnússon
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var draumi líkast, það er gaman að setja svona sigurmark og við erum helvíti ánægðir með þetta, loksins dettur eitthvað með okkur," sagði Daníel Hafsteinsson sem kom inná sem varamaður eftir klukkutíma leik gegn Fram í dag og skoraði tvö mörk sem tryggðu liðinu 3-2 heimasigur. Hvernig er staðan á honum, hefði hann getað byrjað leikinn?

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Fram

„Mér fannst það alveg, en var kannski að ljúga að sjálfum mér að ég gæti það. Ég er smá laskaður svo það hefði ekki verið sniðugt að taka 90 mínútur og fá kannski eitthvað meira í náran. Þetta var flott svona og allir sammála um það," sagði Daníel en hvaða skilaboð fétt frá Hallgrími Jónassyni þjálfara þegar hann kom inná?

„Bara að koma inná með krafti og svona venjuleg skilaboð. Ég var smá graður í að fá að spila eftir að hafa verið tvo leiki í burtu. Það er erfitt að fá ekki að vera með því ég er vanur að vera með. Ég var bara drifkrafturinn í að gera eitthvað skemmtilegt hérna og það heppnaðist svona vel."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner