Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   sun 23. júní 2024 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Stundum gengur allt upp en stundum eins og allt sé á móti þér"
Aron Elís er einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar.
Aron Elís er einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson byrjaði á bekknum hjá Víkingi eftir að hafa spilað allan leikinn gegn Val síðasta þriðjudag. Það var greinilega á hljóðinu á Arnari Gunnlaugssyni í viðtölum eftir leik að planið var að stýra álaginu á Aron, passa upp á hann, með því að láta hann byrja á bekknum.

Það fór ekki betur en svo að nánast allan tímann sem Aron var inn á var hann haltrandi um. Þjálfari Víkings var spurður út í Aron í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Fljótlega eftir að hann kom inn á stífnaði hann aðeins upp aftan í (læri). Þannig við vorum hálfpartinn einum færri eftir að hann kom inn á. Svo fór um sjóferð þá varðandi að rótera leikmönnum og hvíla og allt það."

Aron var hluti af fjórfaldri skiptingu á 65. mínútu og stundarfjórðungi seinna var lokaskiptingin gerð en Aron kláraði hins vegar leikinn.

„Þetta er alveg mögnuð íþrótt, stundum gengur allt upp en stundum eins og allt sé á móti þér."

Það verður fróðlegt að sjá hvort Aron nái að hrista þetta fljótt af sér. Nokkuð stutt er í Evrópuleiki og ljóst að Víkingar vilja helst hafa lykilmann hjá sér heilan fyrir svo mikilvæga leiki.
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Athugasemdir
banner
banner