þri 23. júlí 2013 22:45
Magnús Már Einarsson
Liverpool hafnar tilboði frá Arsenal í Suarez
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur hafnað tilboði frá Arsenal í framherjann Luis Suarez.

Tilboðið hljóðaði upp á 40 milljónir punda og einu pundi betur en með því vildi Arsenal reyna að virkja riftunarverð í samningi Suarez.

Liverpool hafnaði hins vegar tilboðinu því að Suarez er ekki með klásúlu um að hann megi fara ef tilboð kemur sem er hærra en 40 milljónir punda. Hann er aftur á móti með klásúlu um að Liverpool verði að láta hann vita ef svo há tilboð berast.

Liverpool hefur nú hafnað tveimur tilboðum frá Arsenal í Suarez í sumar.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði í síðustu viku að hann telji Suarez vera að minnsta kosti jafn verðmætur og Edinson Cavani sem gekk í raðir PSG á 55 milljónir punda fyrr í sumar.

Real Madrid hefur einnig sýnt Suarez áhuga en spænska félagið hefur ekki lagt fram tilboð í leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner