Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 23. júlí 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Eyjólfur Héðins: Ekki fallegasti fótboltaleikurinn að horfa á
Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunar
Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan sótti ÍA heim fyrr í dag og Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunnar var ánægður að leikslokum eftir 1-2 sigur á Norðurálsvellinum á Akranesi fyrr í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Stjarnan

„Bara mjög sáttur með þrjú stig, það er mjög erfitt að koma hingað. Þeir eru stórir og sterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim bara í baráttunni í dag."

„Þetta var eflaust ekki fallegasti fótboltaleikurinn að horfa á, mikið af aukaspyrnum og leikurinn mikið stopp en það þarf að loka þessum leikjum og við gerðum þetta mjög fagmannlega, lág kannski aðeins á okkur en við vorum samt allaf hættulegir, skorum tvö góð mörk og verðskulduðum sigurinn."

Það var mikill hiti í leiknum og var Eyjólfur spurður hvernig honum fannst línan hjá Helga Mikael dómara leiksins.

„Mér fannst Helgi dæma mjög vel,fannst hann mjög flottur. Flestar ákvarðanir held ég að hafi bara verið hárréttar. Erfiður leikur að dæma og það var ákveðin lína sem hann hélt."

Stjarnan er enþá taplausir í deildinni og var Eyjólfur spurður út í framhaldið í deildinni.

„Bara spennandi, við erum að fara spila marga leiki núna á stuttum tíma og þurfum á öllum mannskapnum að halda."
Athugasemdir
banner
banner