Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. ágúst 2019 14:24
Elvar Geir Magnússon
Heimir: Ekki réttar fréttir frá Íslandi
Heimir í Færeyjum.
Heimir í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson segir að þær fréttir sem birst hafa í íslenskum fjölmiðlum um að hann sé búinn að ákveða að hætta störfum hjá HB í Færeyjum eftir tímabilið séu ekki sannar.

Talað hefur verið um að Heimir sé á heimleið og hefur hann verið orðaður við þjálfarastörf hér á Íslandi.

Mbl.is sagði að fjöl­skylda Heimis sé að flytja aft­ur til Íslands.

„Sögurnar í íslenskum fjölmiðlum eru ekki réttar. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun og fjölskyldan er hér enn. Ég hef verið í samningaviðræðum við HB," segir Heimir við færeyska fréttamiðilinn in.fo.

Heimir segir að viðræðurnar við HB hafi gengið vel en í fótboltanum sé ekki hægt að ganga að neinu vísu.

Heimir gerði HB að Færeyjarmeisturum í fyrra og liðið er í baráttu um að verja titil sinn í ár. Þá er liðið komið í bikarúrslitaleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner