Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. ágúst 2019 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-kvenna: Jafnt í Mosfellsbænum
Samira var stórhættuleg í sóknarleik Aftureldingar.
Samira var stórhættuleg í sóknarleik Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 1 - 1 Augnablik
0-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('65)
1-1 Darian Elizabeth Powell ('85)

Afturelding og Augnablik áttust við í síðasta leik kvöldsins í Inkasso-deild kvenna.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik og gerðist lítið marktækt fyrr en Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Augnabliki yfir tæpri mínútu eftir að hafa komið inn af bekknum. Hún nýtti sér þá slæma sendingu frá Margréti Regínu Grétarsdóttur fyrirliða Aftureldingar og skoraði auðveldlega.

Leikurinn lifnaði við eftir markið og komust bæði lið nálægt því að skora áður en Darian Powell kom knettinum loks í netið eftir nokkrar tilraunir. Hún skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Samira Suleman.

Samira var næstum búin að leggja upp annað mark undir lokin en Ólína Sif Hilmarsdóttir skaut rétt framhjá.

Afturelding er um miðja deild með 21 stig eftir 15 umferðir. Augnablik er með 15 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner