Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 23. ágúst 2019 08:00
Magnús Már Einarsson
Oxlade-Chamberlain framlengir við Liverpool
Alex Oxlade-Chamberlain, miðjumaður Liveprool, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023.

Um er að ræða árs framlengingu á fyrri samningi hans við félagið.

Hinn 25 ára gamli Oxlade-Chamberlain sneri aftur síðastliðið vor eftir árs fjarveru vegna erfiðra hnémeiðsla.

„Ég er mjög spenntur eftir að hafa skrifað undir. Vonandi get ég sýnt góðar frammistöður til að vinna upp það að hafa ekki verið með á síðasta tímabili," sagði Oxlade-Chamberlain.

„Ég get lofað stuðningsmönnum að ég muni gefa allt mitt til að koma liðinu lengra."
Athugasemdir
banner
banner