Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 23. ágúst 2019 21:59
Helga Katrín Jónsdóttir
Telma Ívars: Allir leikir eru úrslitaleikir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fóru fram nokkrir leikir í 15. umferð Inkasso kvenna. Á Varmárvelli tók Afturelding á móti Augnabliki og skildu liðin jöfn, 1:1. Telma Ívarsdóttir, markmaður Augnabliks, var nokkuð svekkt í leikslok:

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Augnablik

"Já þetta er svekkjandi en hvert stig skiptir miklu máli í botnbaráttunni. Þannig að það er bara einn leikur í einu. Eins og við erum að hugsa þetta núna þá er hver leikur bara úrslitaleikur. "

"Ég var ekki alveg nógu ánægð með fyrri hálfleikinn, við vorum mikið að panikka og vorum stressaðar. Þap er mikil pressa á manni þegar maður er í botnbaráttunni og það er  stressandi að vera að spila úrslitaleik eins og við erum að gera núna."

"Við vorum ekki alveg mættar í byrjun, vorum svolítið í að dúndra fram þegar við hefðum átt að vera að spila og gera þetta auðveldara fyrir okkur."

Telma var flott í markinu í dag og hefði viljað halda hreinu

"Jú klárlega, en fótbolti er fótbolti og það getur allt gerst. Við hefðum bara átt að klára mennina okkar, sérstaklega inni í teig. Þetta var eins og á æfingu þar sem varnarmennirnir eru ekki með. Við hefðum alltaf átt að vera fyrir framan hana, hún hefði ekki átt að hafa markið fyrir sig."

Næsti leikur Augnabliks er gegn ÍA sem e með einu stigi meira í deildinni. Það er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir liðið.

"Já eins og ég sagði þá er hver leikur úrslitaleikur í þessari botnbaráttu. Núna er smá pása svo við tökum bara góðar æfingar og verðum klárar í þann leik sem úrslitaleik til þess að falla ekki."


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner