Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. september 2021 19:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: ÍBV endar tímabilið á sigri
Lengjudeildin
Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum sigurinn.
Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 2 - 3 ÍBV
0-1 Sigurður Grétar Benónýsson ('2 )
1-1 Björn Axel Guðjónsson ('18 )
2-1 Kjartan Kári Halldórsson ('29 )
2-2 Arnar Þór Helgason ('55 , sjálfsmark)
2-3 Sigurður Arnar Magnússon ('84 )

Lestu um leikinn

Grótta fékk ÍBV í heimsókn í lokauferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

Eyjamenn komust yfir strax á 2. mínútu er Sigurður Grétar Benonýsson kom boltanum inn fyrir opnu marki. Grótta komst yfir með tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks.

„Vörn ÍBV eins og gatasigti þarna. Kemur vippusending á Kjartan sem nær snertingu, boltinn fer af Halldóri sem mætti út á móti og Kjartan kemst aftur í boltann. Hann vippar svo boltanum yfir skriðtæklingu sem átti að bjarga marki." svona lýsti Sæbjörn Steinke öðru marki Gróttu í textalýsingu.

Arnar Þór Helgason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna metin. Sito kom inná sem varamaður á 66. mínútu og hann lagði upp sigurmark Eyjamanna fyrir Sigurður Arnar Magnússon þegar skammt var eftir af leiknum.

Gróttu mistókst því að fara upp í 4. sæti deildarinnar, enda í 5. sæti með 35 stig en Eyjamenn í 2. sæti með 47 stig. Lengjudeildinni lýkur svo á morgun með viðureign Vestra og Kórdrengja.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner