Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, skilur ekki hvers vegna enska úrvalsdeildin leyfir ekki fimm skiptingar í leikjum eins og er gert í öðrum deildum í Evrópu.
Breytt var reglunni úr þremur skiptingum í fimm vegna mikils leikjaálags á fyrstu Covid-tímunum en álagið er ekki mikið skárra í dag og mun ekki vera það næstu tímabil.
„Það er fáránlegt að við leyfum ekki 5 skiptingar í þessu landi. Allsstaðar í heiminum eru leyfðar fimm skiptingar, nema á Englandi," sagði Guardiola á fréttamannafundi eftir sigur Man City í deildabikarnum þriðjudagskvöldið.
„Kannski geta stóru snjöllu karlarnir sem stjórna útskýrt einn daginn hvers vegna þetta þarf að vera svona."
Til gamans má geta að Guardiola nýtti aðeins tvær af þremur skiptingum sínum í 6-1 sigri á Wycombe Wanderers.
Athugasemdir