banner
   fös 23. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Santos reynir að fá Bielsa
Marcelo Bielsa
Marcelo Bielsa
Mynd: Getty Images
Brasilíska félagið Santos ætlar að eyða öllu púðri í að fá Marcelo Bielsa til að taka við liðinu en þetta kemur fram í brasilíska miðlinum Globo.

Argentínski þjálfarinn hefur ekkert þjálfað síðan enska félagið Leeds United rak hann í febrúar á þessu ári.

Bielsa var í miklum metum hjá stuðningsmönnum Leeds og var ákvörðunin því gífurlega erfið fyrir stjórn félagsins. Jesse Marsch tók við búinu en Bielsa hefur látið lítið fyrir sér fara síðan.

Hann var orðaður við mörg lið í sumar en eins og stendur er hann enn atvinnulaus.

Globo í Brasilíu greinir nú frá því að Santos sé í viðræðum við Bielsa um að taka við liðinu. Viðræðurnar eru erfiðar en alls ekki ómögulegar.

Santos er í 11. sæti brasilísku deildarinnar eftir 27 leiki og hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum. Bielsa er mikill ævintýramaður en hann hefur þjálfað landslið Argentínu og Síle ásamt því að hafa stýrt Marseille, Lille, Lazio, Club America, Atlas, Espanyol, Velez og Athletic Bilbao.
Athugasemdir
banner
banner
banner