Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   lau 23. september 2023 15:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodri tók Gibbs-White hálstaki og fékk rautt spjald
Mynd: Getty Images

Það er mikill hasar í ensku úrvalsdeildinni í dag en tvö rauð spjöld hafa litið dagsins ljós.


Jean-Ricner Bellegarde leikmaður Wolves fékk rautt í leik liðsins gegn Luton í fyrri hálfleik.

Manchester City er 2-0 yfir gegn Nottingham Forest en Rodri fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks. Rodri verður því í banni þegar Manchester City mætir Newcastle, Wolves og Arsenal í næstu leikjum.

Hann var með boltann en brást illa við þegar Morgan Gibbs-White leikmaður Forest ýtti í bakið á honum. Þeir tókust á og Rodri tók Gibbs-White hálstaki og fékk að líta rauða spjaldið fyrir það.

Gibbs-White fékk einnig áminningu.

Sjáðu atvikið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner