Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. september 2023 15:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu atvikið: Bellegarde sparkaði á vondan stað og fékk rautt
Mynd: EPA

Luton er enn í leit að sínum fyrsta sigri í úrvalsdeildinni en liðið er manni fleiri gegn Wolves eftir að Jean-Ricner Bellegarde var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks. Staðan er markalaus.


Bellegarde lá í jörðinni ásamt Tom Lockyer leikmanni Luton. Lockyer festi annan fótinn á Bellegarde á milli fóta sinna og Bellegarde nýtti hinn fótinn til að sparka í ansi vondan stað og uppskar rautt spjald.

Þetta er aðeins annar leikur Bellegarde fyrir Wolves en hann gekk til liðs við félagið frá Strasbourg í sumar.

Luton er í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni og eina liðið sem á enn eftir að næla í stig og spurning hvort liðið geti nýtt liðsmuninn.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner