City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Svolítið saga okkar í sumar
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
Rúnar Páll: Við fáum fjóra sénsa í viðbót
Rúnar Kristins: Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur hreinskilin: Mér fannst þetta lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
banner
   mán 23. september 2024 22:18
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hörku leikur, ég er virkilega ánægður með mitt lið og það sem við lögðum í leikinn. Mér fannst menn leggja sig alla fram á móti frábæru Blika liði." Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir að liðið hans tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Það var ekki mikið um færi fyrstu 60 mínúturnar en þegar Blikarnir brjóta ísinn og komast í 1-0 þá riðlast aðeins hjá okkur inn á miðjunni. Haukur þurfti að fá aðhlynningu og þeir nýta sér það. Eftir það verður þetta svolítið fram og til baka, fer í svona skyndisóknar leik. Mér fannst vanta herslu muninn hjá okkur að klára eitt af þeim upphlaupum. Við áttum frábær upphlaup eftir það en því miður þá náðum við ekki að klára það. Heilt yfir fannst mér það taka frekar langan tíma í fyrri hálfleik að finna taktinn í uppspilinu okkar, finna svæðin, finna leiðirnar. Þegar við gerðum það, þá náðum við að halda boltanum vel. En á síðasta þriðjungnum vantaði aðeins upp á til að skapa fleiri færi. En ég er virkilega ánægður með 'lookið' á Skagaliðinu og því sem menn lögðu í leikinn. Því miður þá dugði það ekki til hér á móti frábæru Blika liði."

Leikurinn var mjög lokaður fram að fyrsta markinu en eftir það byrjuðu færin að koma. Skagamenn hefðu þá getað fengið á sig fleiri mörk, en svo varð ekki.

„Þetta verðu svolítill skyndisóknar leikur, svona fram og til baka. Við erum að reyna að koma okkur inn í leikinn aftur, reyna að sækja jöfnunarmarkið. Við áttum nokkur frábær upphlaup, en náðum ekki að skapa færi úr þeim. Það vantaði bara herslu muninn, ofboðslega lítið sem vantaði upp á til að hnýta endahnútinn á þær. Við gerðum það sem við gátum til þess að jafna leikinn og komast aftur inn í hann. Svo gerðum við aurvæntingafulla tilraun í blálokinn, að fjölga mönnum fram á við og við það opnumst við enn meira. Blikarnir bara klára það og gera það vel."

Haukur Andri Haraldsson og Rúnar Már Sigurjónsson fóru báðir meiddir af velli en Jón segist ekki vita það strax hver staðan er á þeim.

„Þeir koma báðir meiddir af velli og við þurfum bara að taka stöðuna á því á morgun. Ég er ekkert allt of bjartsýnn á það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner