Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 23. nóvember 2019 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Reynum að gefa efnilegum leikmönnum mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á hlutina, það er gott að vera kominn í gang aftur. Það er mjög gott fyrir okkur þjálfarana að fá svona fína æfingaleiki. Gott að fá einn leik í viku og gott skipulag í kringum mótið," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 0-1 sigur liðsins á FH í Bose-mótinu í dag.

„Þetta brýtur aðeins upp æfingavikuna og yngri leikmenn fá tækifæri til þess að venjast því að spila á því tempói sem er í efstu deild."


Hvernig er staðan á hópnum hjá KR?

„Við vorum án Atla og Alex Frey. Við notuðum 21 leikmann í dag, það voru allir útileikmennirnir sem fóru af velli. Beitir var sá eini sem spilaði allan leikinn. Flestir fá hálfleik, við reynum að skipta mínútunum á milli leikmanna."

Eru einhverjir ungir leikmenn sem Rúnar sér fyrir að nota næsta sumar?

„Já við erum með 2-3 unga sem eru hörkuefnilegir. Við reynum að gefa þeim fullt af mínútum núna svo að þeir geti tekið skrefið upp í efstu deild."

Stefnir Rúnar á að stækka leikmannahópinn?

„Eins og þú sérð þá notum við 21 leikmann og það eru tveir meiddir. Við erum með fína breidd en það er lítið í hendi með frekari styrkingar," sagði Rúnar Kristinsson eftir leik í dag.


Athugasemdir
banner