Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. nóvember 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Frændi Henderson græddi vel á fyrsta landsleiknum
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Frændi Dean Henderson græddi 12 þúsund pund (2,1 milljón króna) þegar markvörðurinn spilaði sinn fyrsta landsleik með enska landsliðinu á dögunum.

Henderson, sem er á mála hjá Manchester United, spilaði sinn fyrsta landsleik í sigri Englands gegn Írlandi á dögunum. Hinn 23 ára gamli Henderson kom þá inn á fyrir Nick Pope í hálfleik.

Martin Plunkett, frændi Henderson, fór í veðbanka og tippaði á að frændi sinn myndi spila fyrir enska landsliðið í framtíðinni. Þetta gerði Martin þegar Henderson var 14 ára og ennþá á mála hja Carlisle.

Martin fékk stuðulinn 500 á að Henderson myndi spila landsleik í framtíðinni.

Móðir Henderson og amma hans græddu báðar 2500 pund (450 þúsund krónur) á fyrsta landsleik leikmannsins. Þær veðjuðu á að hann myndi spila sinn fyrsta landsleik þegar Henderson var orðinn eldri og kominn til Manchester United en því fengu þær lægri stuðul.
Athugasemdir
banner
banner
banner