mið 23. nóvember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gonzalo Zamorano spáir í Spánn - Kosta Ríka
Gonzalo Zamorano.
Gonzalo Zamorano.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur númer þrjú á HM í Katar í dag er leikur Spánar og Kosta Ríka í E-riðlinum.

pánverjar léku vel á síðasta Evrópumóti þar sem þeir komust í undanúrslit og þeir eru í ákveðnu ferli með sitt lið. Það er endurbygging í gangi eftir árin þar sem liðið vann allt.

Gonzalo Zamorano, leikmaður Selfoss, spáir í þennan leik en hann er frá Spáni.

Spánn 2 - 1 Kosta Ríka (16:00)
Ég held að Spánn muni knýja fram sigur en þetta verður erfiður leikur fyrir þá. Ég sé Kosta Ríka sem mjög kraftmikið lið. Spánverjar eru góðir í að halda í boltann en þeir hafa verið í vandræðum í vörninni.

Ansu Fati mun skora í þessum leik fyrir Spánverja sem eru sigurstranglegri, en eins og ég segi þá verður þetta ekki auðveldur leikur.

Sjá einnig:
E-riðillinn: Þýska stálið gegn endurfæddum Xavi og Iniesta
Athugasemdir
banner
banner
banner