Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 22. apríl
Championship
Middlesbrough 3 - 4 Leeds
Bundesliga - Women
Bayern W 3 - 0 Werder W
Vináttulandsleikur
Morocco U-18 3 - 5 Slovakia U-18
Serie A
Milan 1 - 2 Inter
Roma 1 - 3 Bologna
La Liga
Sevilla 2 - 1 Mallorca
Damallsvenskan - Women
Linkoping W 1 - 1 Hacken W
fös 18.nóv 2022 14:50 Mynd: Getty Images
Magazine image

E-riðillinn: Þýska stálið gegn endurfæddum Xavi og Iniesta

Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudaginn. Við höldum áfram að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta fréttir um hvern riðil. Núna er komið að E-riðlinum en í þeim riðli eru:

Spánn 🇪🇸
Kosta Ríka 🇨🇷
Þýskaland 🇩🇪
Japan 🇯🇵

1. Þýskaland 🇩🇪
Staða á heimslista: 11
Þjóðverjar hafa verið í mikilli lægð á síðustu stórmótum. Liðið endaði á botni riðils síns á HM fyrir fjórum árum og féll úr leik í 16-liða úrslitunum á EM í fyrra. Liðið hefur oft verið sterkara á pappír en á mótinu sem framundan er. Hver á að skora mörkin? Á Kai Havertz að gera það? Þjóðverjar hljóta nú samt að gera betur en á mótinu fyrir fjórum árum síðan.Þetta kemur til með að vera síðasti dansinn á HM fyrir tvo af bestu leikmönnum Þýskalands: Manuel Neuer og Thomas Muller. Þá var kallað í gamla hetju fyrir þetta mót. Mario Götze, sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik HM 2014, er mættur aftur eftir langa fjarveru.Þjálfarinn: Hansi Flick


Gerði magnaða hluti um stutt skeið sem þjálfari Bayern München þar sem honum tókst meðal annars að vinna Meistaradeildina. Hann var réttur maður á réttum stað hjá Bayern og gerði réttu hlutina til að ná árangri. Hann þekkir þýska landsliðið inn og út eftir að hafa áður fyrr verið aðstoðarþjálfari liðsins hjá Joachim Löw. Þjóðverjar hafa verið í lægð og hann á að fara með þá aftur á toppinn - líkt og staðan var árið 2014.

Lykilmaður: Joshua Kimmich


Stórkostlegur miðjumaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum með mikilli prýði. Var lykilmaður hjá Flick hjá Bayern og er það líka í landsliðinu. Hann er góður í flestu því sem viðkemur fótbolta, svo gott sem með allan pakkann. Hann er eins og Philipp Lahm, og það er eins gott hrós og það verður.Fylgist með: Jamal Musiala


Einn efnilegasti leikmaður í heimi, ef ekki sá efnilegasti. Er búinn að festa sig í sessi sem mikilvægur leikmaður fyrir Bayern München og á þessum aldri - 19 ára - er það ótrúlegt. Er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót en þau verða án efa mun fleiri í framtíðinni. Einnig verður gaman að fylgjast með hinum 17 ára gamla Youssoufa Moukoko sem gæti fengið tækifæri sem fremsti maður liðsins.2. Spánn 🇪🇸
Staða á heimslista: 7
Eins og staðan er með Þýskaland, þá hefur Spánn oft verið með sterkara lið á pappír. En lið Spánverja er mjög svo spennandi. Spánverjar léku vel á síðasta Evrópumóti þar sem þeir komust í undanúrslit og þeir eru í ákveðnu ferli með sitt lið. Það er endurbygging í gangi eftir árin þar sem liðið vann allt. Miðjan lítur gríðarlega vel út en í fremstu víglínu er klárlega pláss fyrir bætingu.

Spánverjar eru með eitt yngsta liðið á mótinu.Þjálfarinn: Luis Enrique


Var frábær leikmaður og hóf hann þjálfaraferil sinn með B-liði Barcelona. Svo stýrði hann Celta Vigo og Roma áður en hann tók við aðalliði Barcelona. Hann stýrði ótrúlega sterku liði Börsunga til sigurs í deild, bikar og Meistaradeildinni árið 2015. Hann tók svo við spænska landsliðinu árið 2018. Enrique er öflugur þjálfari sem kemur úr hinum sterka Barcelona skóla og tekur hann augljóslega gildin með sér þaðan.

Lykilmaður: Pedri


Þegar litið er yfir leikmannahóp Spánverja þá er þar engin stórstjarna ef svo má segja það. En Pedri er að verða það. Pedri verður tvítugur á meðan HM stendur en hann er nú þegar búinn að leika yfir 100 leiki fyrir Barcelona. Xavi, þjálfari Börsunga og goðsögn hjá félaginu, segir hann hæfileikaríkasta fótboltamann í heimi þessa stundina.Fylgist með: Gavi
Það má segja að Barcelona sé búið að framleiða Xavi og Iniesta upp á nýtt í Pedri og Gavi. Þeir spila saman á miðsvæðinu hjá Barcelona og í spænska landsliðinu. Framtíðin er þeirra.Það verður svo sannarlega áhugavert að fylgjast með rimmu Spánar og Þýskalands í þessum riðli. Þessi lið mættust í undanúrslitunum á HM 2010 og þá hafði Spánn betur. Spánn hafði líka betur í úrslitaleik EM 2008 þar sem Fernando Torres gerði sigurmarkið.3. Japan 🇯🇵
Staða á heimslista: 24
Japan hefur verið í uppbyggingu frá HM 2018 þar sem liðið var í eldri kantinum. Breytingarnar hafa gengið vel en það eru vangaveltur um það hver eigi að skora mörkin fyrir þetta lið. Japanir komust í 16-liða úrslitin fyrir fjórum árum en það verður að teljast ólíklegt að slíkt hið sama gerist núna í ljósi þess hve sterkur riðillinn er.

Þjálfarinn: Hajime Moriyasu


Var varnarsinnaður miðjumaður í landsliði Japan á sínum tíma. Hann tók við sínu gamla félagi, Sanfrecce Hiroshima, átta árum eftir að skórnir fóru upp á hillu. Hann vann deildina þrisvar og tók svo við landsliðinu. Er frekar varnarsinnaður og mjög skipulagður.

Lykilmaður: Takumi Minamino


Þessi fyrrum leikmaður Liverpool er á pappír stærsta stjarnan í liði Japan. Leikur í dag með Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni. Teknískur og kvikur leikmaður sem er mjög góður á litlu svæði. Virkilega flottur leikmaður þó hann hafi ekki alveg náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Liverpool.

Fylgist með: Takefusa Kubo


Kubo, sem er 21 árs gamall, samdi ungur að árum við Barcelona og eyddi fjórum árum í akademíu félagsins áður en hann hélt aftur til Japan. Fór svo til Real Madrid árið 2019, en leikur núna með Real Sociedad. Er stundum kallaður 'japanski Messi' og það segir mikið um þennan leikmann.4. Kosta Ríka 🇨🇷
Staða á heimslista: 31
Það lifir lengi í minningunni hvernig Kosta Ríka lék á HM fyrir átta árum. Voru í riðli með Ítalíu, Englandi og Úrúgvæ en tókst einhvern veginn að komast áfram. Nýr landsliðsþjálfari hefur verið að prófa marga leikmenn en stjörnurnar frá 2014 eru þarna enn. Tekst þeim aftur að koma öllum á óvart?Þjálfarinn: Luis Fernando Suárez


Hinn 62 ára gamli Suarez er á leiðinni á sitt þriðja heimsmeistaramót. Hann stýrði Ekvador á mótinu 2006 og svo Hondúras átta árum síðar. Þegar fótboltasambandið í Kosta Ríka heyrði í Kólumbíumanninum þá var þetta aldrei spurning, hann elskar HM. Hann fékk samning til 2026 fyrir að koma liðinu inn á mótið.

Lykilmaður: Keylor Navas


Markvörðurinn sló algjörlega í gegn á HM fyrir átta árum, var magnaður í vegferð Kosta Ríka að átta-liða úrslitunum. Hann er áfram lykilmaður liðsins.Fylgist með: Joel Campbell


Var vonarstjarna hjá Arsenal fyrir nokkrum árum en það hefur ekki alveg ræst úr honum. Hann er þó áfram í landsliði Kosta Ríka og það verður fróðlegt að fylgjast með honum í fremstu víglínu liðsins á þessu móti.Allra augu eru á sunnudagskvöldinu 27. nóvember þar sem Spánn og Þýskaland eigast við.

Leikirnir:

miðvikudagur 23. nóvember
13:00 Þýskaland - Japan (Khalifa International Stadium, Al Rayyan)
16:00 Spánn - Kosta Ríka Al Thumama Stadium, Doha)

sunnudagur 27. nóvember
10:00 Japan - Kosta Ríka (Ahmad bin Ali Stadium, Al Rayyan)
19:00 Spánn - Þýskaland (Al Bayt Stadium, Al Khor)

fimmtudagur 1. desember
19:00 Kosta Ríka - Þýskaland (Al Bayt Stadium, Al Khor)
19:00 Japan - Spánn (Khalifa International Stadium, Al Rayyan)

Sjá einnig:
A-riðillinn: Van Gaal mætir með læti og bjartasta von Afríku
B-riðillinn: Kafteinn Ameríka reynir að stoppa ljónin þrjú
C-riðillinn: Síðasti dansinn hjá litla snillingnum
D-riðillinn: Á miðjunni liggur vandamálið
Athugasemdir
banner
banner
banner