Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 24. janúar 2021 07:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brighton lánar Bernardo til Salzburg (Staðfest)
Árið 2018 keypti Brighton vinstri bakvörðinn Bernardo frá RB Leipzig fyrir níu milljónir punda. Síðan hefur Bernardo leikið 39 deildarleiki með Brighton en einungis þrír þeirra hafa komið á þessu ári.

Því hefur Brighton ákveðið að lána hinn 25 ára Brassa og varð niðurstaðan að Bernardo færi til systurfélags Leipzig, Red Bull Salzburg í Austurríki.

Bernardo Fernandes da Silva Junior, eins og hann heitir fullu nafni, þekkir til hjá Salzburg því hann lék þar árið 2016 áður en hann skipti yfir í Leipzig.

Hann hefur skoraði eitt mark í fimmtíu leikjum með Brighton.
Athugasemdir
banner
banner