Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 17:05
Ívan Guðjón Baldursson
England: Frestað þremur - Utd vann og City skoraði sjö
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fóru aðeins tveir leikir af fimm fram í efstu deild kvenna á Englandi í dag vegna veðurs.

Heimaleikjum Arsenal, Bristol City og Tottenham var frestað vegna veðurs en bæði Manchester liðin gátu mætt til leiks.

Man Utd tók á móti Birmingham og var María Þórisdóttir ónotaður varamaður.

Það var aðeins eitt lið á vellinum í Manchester og í raun magnað að gestirnir frá Birmingham hafi náð að halda hreinu allan fyrri hálfleikinn.

Vörnin hrundi þó eftir leikhlé og lokatölur urðu 2-0 fyrir Man Utd sem er á toppi deildarinnar, með 29 stig úr 12 leikjum.

Man Utd 2 - 0 Birmingham
1-0 L. Galton ('46)
2-0 E. Toone ('81)

Man City er í þriðja sæti eftir stórsigur gegn Brighton þar sem mörkunum rigndi niður.

Það var aðeins eitt lið á vellinum og staðan orðin 0-3 í leikhlé eftir tvennu frá Caroline Weir sem var tekin útaf í hálfleik og hvíld fyrir næstu leiki.

Þær skiptu mörkunum vel á milli sín og enduðu á að skora 7. Lokatölur urðu 1-7 fyrir City.

City er fimm stigum eftir Man Utd og með leik til góða.

Brighton 1 - 7 Man City
0-1 C. Weir ('12)
0-2 C. Weir ('16)
0-3 S. Houghton ('41)
0-4 E. White ('58)
0-5 S. Houghton ('61)
1-5 R. Jarrett ('69)
1-6 C. Kelly ('73)
1-7 J. Beckie ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner