Eftir hverja umferð í enska boltanum þá hellir Garth Crooks, sérfræðingur BBC, upp á kaffibolla og velur lið vikunnar. Fjörið eykst bara í deildinni en Arsenal trónir áfram á toppnum eftir dramatískan sigur á Manchester United í stórleik sem fram fór á sunnudag.
Markvörður: Emiliano Martínez (Aston Villa) - Aðra vikuna í röð í úrvalsliðinu. Með sjálfstraustið í botni eftir sigurinn á HM og hélt hreinu þegar Villa vann 1-0 útisigur gegn Southampton.
Varnarmaður: Oleksandr Zinchenko (Arsenal) - Kom að báðum mörkum Eddie Nketiah gegn United. Zinchenko yfirgaf Manchester City síðasta sumar, tók hann Englandsmeistarabikarinn með sér?
Miðjumaður: Jarrod Bowen (West Ham) - Skoraði tvívegis um helgina og þau mörk komu á góðum tíma fyrir West Ham. 2-0 sigur gegn Everton í sex stiga fallbaráttuslag.
Sóknarmaður: Eddie Nketiah (Arsenal) - Margir (þar á meðal ég) héldu að meiðsli Gabriel Jesus færu langt með að eyðileggja titilvonir Arsenal. Síður en svo. Nketiah hefur farið á kostum. Skoraði tvö gegn United.
Athugasemdir