Heimild: KSÍ
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 15. janúar síðastliðinn að ársþing KSÍ 2026 verði haldið á Egilsstöðum.
79. ársþing verður haldið á Hótel Hilton Nordica þann 22. febrúar næstkomandi, og verður því þingið á Egilsstöðum 80. ársþing KSÍ.
Ársþing KSÍ hefur einu sinni áður verið haldið á Austurlandi, en það var þingið 1991, sem haldið var á Höfn í Hornafirði.
Undanfarin ár hefur ársþingið oftast verið haldið á Reykjavíkursvæðinu en 2023 var það á Ísafirði, 2020 í Ólafsvík, 2017 í Vestmannaeyjum og 2014 á Akureyri.
Athugasemdir