Loic Bade, miðvörður Sevilla, hafnaði samningstilboði frá Aston Villa en þetta kemur fram á spænska miðlinum MARCA.
Sevilla samþykkti 26 milljón evra tilboð í þennan 24 ára gamla Frakka en hann vildi vera áfram hjá spænska félaginu þrátt fyrir að hann myndi fá ansi væna launahækkun hjá Aston Villa.
Hann vill frekar vera öruggur með stórt hlutverk sem Aston Villa gat ekki lofað honum.
Þetta er högg fyrir enska liðið þar sem Bade var efstur á blaði hjá þeiim eftir að Diego Carlos var seldur til Fenerbache.
Athugasemdir