Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. febrúar 2020 10:20
Magnús Már Einarsson
Giovanni Reyna gæti spilað með enska landsliðinu
Giovanni Reyna
Giovanni Reyna
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er að fylgjast vel með Giovanni Reyna, leikmanni Borussia Dortmund, en The Athletic segir frá þessu í dag.

Hinn 17 ára gamli Reyna hefur spilað með yngri landsliðum Bandaríkjanna en hann hefur vakið athygli með liði Borussia Dortmund undanfarnar vikur.

Claudio Reyna, faðir Giovanni, lék í Englandi á sínum tíma og strákurinn fæddist á Englandi árið 2002 og bjó þar í landi til ársins 2007. Enska knattspyrnusambandið er því byrjað að skoða möguleika á að Giovanni spili fyrir enska landsliðið í framtíðinni.

Enska knattspyrnusambandið fylgist vanalega með 1000 leikmönnum sem koma til greina í enska landsliðinu í framtíðinni en að sögn The Athletic er Reyna nú á lista með 25 leikmönnum sem er fylgst sérstaklega vel með.

Reyna er einnig gjaldgengur í landslið Portúgal og Argentínu þar sem amma hans og afi eru þaðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner