Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 24. febrúar 2020 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik vann Val í stórleik
Rakel skoraði tvennu fyrir Blika.
Rakel skoraði tvennu fyrir Blika.
Mynd: Heimavöllurinn
Valur 2 - 3 Breiðablik
0-1 Rakel Hönnudóttir
0-2 Sveindís Jane Jónsdóttir
0-3 Rakel Hönnudóttir
1-3 Fanndís Friðriksdóttir
2-3 Elín Metta Jensen

Breiðablik vann góðan sigur á Val þegar liðin mættust í stórleik í Lengjubikar kvenna í kvöld. Leikið var á Origo-vellinum að Hlíðarenda.

Þessi lið börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og að lokum hafði Valur betur í þeirri baráttu. Í kvöld höfðu Blikar betur.

Rakel Hönnudóttir, sem kom til Breiðabliks frá Reading í vetur, skoraði fyrsta mark leiksins. Sveindís Jane Jónsdóttir, efnilegur leikmaður sem kom frá Keflavík, gerði annað mark Blika fyrir leikhlé.

Rakel skoraði aftur fyrir Blika og kom þeim í 3-0 eftir frábæra sendingu frá Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Valur náði að bíta frá sér eftir það og tókst að minnka muninn í 3-2. Mörk Vals gerðu Fanndís Friðriksdóttir og Elín Metta Jensen.

Breiðablik er núna með sex stig eftir tvo leiki, eins og Fylkir. Valur er með þrjú stig.



Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner