Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 24. febrúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Styttist í ráðstefnu Kasper Hjulmand í Fífunni
Fyrirlestrinum hefur verið aflýst vegna veikinda hjá Kasper
Kasper stýrði Nordsjælland frá 2016 til 2019.
Kasper stýrði Nordsjælland frá 2016 til 2019.
Mynd: Getty Images
Þar áður var hann við stjórnvölinn hjá Mainz.
Þar áður var hann við stjórnvölinn hjá Mainz.
Mynd: Getty Images
Uppfært 15:30 - Fyrirlestrinum hefur verið aflýst vegna veikinda hjá Kasper

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) vill vekja athygli á sameiginlegum fræðsluviðburði KÞÍ og KSÍ í Fífunni á miðvikudag þegar danski knattspyrnuþjálfarinn Kasper Hjulmand kemur hingað til lands.

Stjórn KÞÍ vill hvetja sem flesta að sækja viðburðinn sem er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Þá vill stjórnin enn fremur þakka þjálfurum fyrir góð viðbrögð við greiðslu árgjaldsins fyrir árið 2020 en greiðsluseðlar voru sendir út um síðustu mánaðamót. Viðbrögðin eru betri en undanfarin ár og sérstaklega er ánægjulegt að sjá að konum í félaginu hefur fjölgað.

Þeir þjálfarar sem ekki eru skráðir í KÞÍ geta ávallt gert það í gegnum heimasíðu félagsins.

Þá er einnig unnt að senda tölvupóst á [email protected] og skrá
sig með þeim hætti. Athygli er þó vakin á því að skráning verður ekki fullgild fyrr en við greiðslu árgjalds, 6.000 kr.

Unnt er að leggja andvirði árgjaldsins inn á bankareikning félagsins, nr. 140-26-051279 (kt. 501279-0139), með skýringunni „Árgjald 2020“.

Í ár er afmælisár KÞÍ en félagið verður 50 ára. Ráðgert er að félagið muni standa fyrir nokkrum viðburðum á árinu sem auglýstir verða sérstaklega, þ. á m. afmælishátíð í nóvember. Stefnt er að því að þeir viðburðir verði, sem fyrr, fræðslutengdir og félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Trauðla þarf að fjölyrða um ávinning þess að vera félagsmaður í KÞÍ en um það hefur stjórn félagsins og einstakir stjórnarmenn margoft fjallað um í pistlum undanfarinna ára. Á hinn bóginn
skorar stjórn KÞÍ á knattspyrnuþjálfara að bindast samtökum KÞÍ í auknum mæli með því að greiða árgjald félagsins og þannig leggja sitt af mörkum til þess að gera félagið að öflugum þrýstihópi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Því miður er það svo að uppbygging knattspyrnuhreyfingarinnar er með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir því að knattspyrnuþjálfarar hafi sérstaka stöðu og/eða talsmann innan
hreyfingarinnar. Knattspyrnuþjálfarar geta hins vegar verið öflugur þrýstihópur og tryggt þannig lýðræðislegt aðhald innan hreyfingarinnar. Besta leiðin til þess að bindast samtökum KÞÍ þannig að stjórn félagsins fái umboð sem flestra knattspyrnuþjálfara til þess að vinna að hagsmunamálum þjálfara.

Virðingarfyllst,
stjórn KÞÍ.

Sjá einnig:
Verðandi landsliðsþjálfari Dana með ráðstefnu í Fífunni
Athugasemdir
banner
banner