Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristall á skotskónum í toppslag - Daníel lagði upp
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson
Mynd: Örebro

Kristall Máni Ingason var á skotskónum þegar Sonderjyske heimsótti Álaborg í toppslag í næst efstu deild í Danmörku í dag.


Heimamenn komust í 2-0 en Sonderjyske komst inn í leikinn þegar Kristall minnkaði muninn. Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma skoraði Peter Christiansen eftir sendingu frá Daníel Leó Grétarssyni og tryggði liðinu stig. Þá spilaði Atli Barkarson allan leikinn.

Sonderjyske er með eins stigs forystu á Álaborg á toppi deildarinnar eftir 19 umferðir.

Það var íslendingaslagur á Ítalíu þegar Pisa fékk Venezia í heimsókn í næst efstu deild.

Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður hjá Pisa undir lok leiksins en Bjarki Steinn Bjarkason var í byrjunarliði Venezia en var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik og Mikael Egill Ellertsson kom inn á í hans stað.

Venezia vann leikinn 2-1 en liðið er í 2. sæti með 48 stig eftir 26 umferðir. Pisa er í 15. sæti með 30 stig.

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Leuven gegn RWDM í belgísku deildinni. Leuven er í 12. sæti með 26 stig eftir 27 umferðir.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Bolton sem tapaði 4-1 gegn Blackpool í þriðju efstu deild á Englandi. Bolton er í 3. sæti með 66 stig eftir 33 umferðir. Þá var Samúel Kári Friðjónsson í byrjunarliði Atromitos í markalausu jafntefli gegnPanserraikos í grísku deildinni. Liðið er í 9. sæti með 24 stig eftir 24 leiki.

Íslendingar í eldlínunni í sænska bikarnum

Þorri Mar Þórisson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins þegar Öster vann 4-1 sigur á Varberg í sænska bikarnum. Malmö valtaði yfir Lulea 8-0 í sama riðli en Daníel Tristan Guðjohnsen er leikmaður liðsins en hann er að kljást við meiðsli.

Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Elfsborg sem tapaði 3-2 gegn Örgryte. Elfsborg er í 2. sæti riðilsins með þrjú stig en Degerfors er á toppnum með fjögur stig þegar ein umferð er eftir en eitt lið fer upp úr riðlinum.

Valgeir Valgeirsson lék allan leikinn í 1-0 sigri Örebro gegn Kalmar. Örebro er í 3. sæti með þrjú stig en AIK er á toppnum með sex stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner