Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 24. febrúar 2024 17:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Sveinn Margeir tryggði KA stig - ÍA valtaði yfir Dalvík/Reyni
Sveinn Margeir Hauksson
Sveinn Margeir Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinrik harðarson skoraði tvö fyrir ÍA
Hinrik harðarson skoraði tvö fyrir ÍA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Víkingur R. 1-1 KA
1-0 Ari Sigurpálsson ('18 )
1-1 Sveinn Margeir Hauksson ('90 , Mark úr víti)


KA er áfram á toppi riðils fjögur í A deild Lengjubikarsins eftir jafntefli gegn Víkingi í Víkinni í dag.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu forystunni þegar Ari Sigurpálsson skoraði.

Hann fékk boltann eftir misheppnaða hjólhestaspyrnu frá Danijel Dejan Djuric og tók hnitmaðað skot í hornið.

Ari var aftur í sviðsljósinu í uppbótatíma en þá braut hann á Valdimar Loga Sævarssyni inn í teig Víkinga og vítaspyrna dæmd. Sveinn Margeir Hauksson steig á punktinn og skoraði að miklu öryggi.

KA er á toppi riðilsins með sjö stig en ÍA í öðru sæti með sex stig. Víkingur með með fimm stig í fjórða sæti.

ÍA 6 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Ingi Þór Sigurðsson ('19 )
2-0 Hinrik Harðarson ('32 )
3-0 Hinrik Harðarson ('45 )
4-0 Ingi Þór Sigurðsson ('45 )
5-0 Steinar Þorsteinsson ('47 )
6-0 Viktor Jónsson ('57 , Mark úr víti)

Hinrik Harðarson skoraði tvö mörk þegar ÍA valtaði yfir Dalvík/Reyni í Akraneshöllinni í dag.

ÍA gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en þá var staðan orðin 4-0 og Hinrik búinn að skora mörkin sín tvö.

Ingi Þór Sigurðarson bætti fimmta markinu við strax í upphafi síðari hálfleiks og Viktor Jónsson negldi síðasta naglann í kistu Dalvíkur manna úr vítaspyrnu.

Dalvík/Reynir er á botninum án stiga eftir þrjár umferðir.


Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 5 3 1 1 15 - 6 +9 10
2.    KA 5 3 1 1 11 - 6 +5 10
3.    Víkingur R. 5 2 3 0 14 - 6 +8 9
4.    Afturelding 5 2 1 2 16 - 14 +2 7
5.    Leiknir R. 5 1 2 2 12 - 11 +1 5
6.    Dalvík/Reynir 5 0 0 5 1 - 26 -25 0
Athugasemdir
banner
banner
banner