Víkingur R. 1-1 KA
1-0 Ari Sigurpálsson ('18 )
1-1 Sveinn Margeir Hauksson ('90 , Mark úr víti)
KA er áfram á toppi riðils fjögur í A deild Lengjubikarsins eftir jafntefli gegn Víkingi í Víkinni í dag.
Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu forystunni þegar Ari Sigurpálsson skoraði.
Hann fékk boltann eftir misheppnaða hjólhestaspyrnu frá Danijel Dejan Djuric og tók hnitmaðað skot í hornið.
Ari var aftur í sviðsljósinu í uppbótatíma en þá braut hann á Valdimar Loga Sævarssyni inn í teig Víkinga og vítaspyrna dæmd. Sveinn Margeir Hauksson steig á punktinn og skoraði að miklu öryggi.
KA er á toppi riðilsins með sjö stig en ÍA í öðru sæti með sex stig. Víkingur með með fimm stig í fjórða sæti.
ÍA 6 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Ingi Þór Sigurðsson ('19 )
2-0 Hinrik Harðarson ('32 )
3-0 Hinrik Harðarson ('45 )
4-0 Ingi Þór Sigurðsson ('45 )
5-0 Steinar Þorsteinsson ('47 )
6-0 Viktor Jónsson ('57 , Mark úr víti)
Hinrik Harðarson skoraði tvö mörk þegar ÍA valtaði yfir Dalvík/Reyni í Akraneshöllinni í dag.
ÍA gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en þá var staðan orðin 4-0 og Hinrik búinn að skora mörkin sín tvö.
Ingi Þór Sigurðarson bætti fimmta markinu við strax í upphafi síðari hálfleiks og Viktor Jónsson negldi síðasta naglann í kistu Dalvíkur manna úr vítaspyrnu.
Dalvík/Reynir er á botninum án stiga eftir þrjár umferðir.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |