Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 24. mars 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Engin vettlingatök á Messi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var heppinn að meiðast ekki í 2-0 sigri Argentínu á Panama í nótt en tveir leikmenn Panama hoppuðu báðir í glæfralega tæklingu á þessum besta leikmanni heims og það á sama tíma.

Aðeins rúmar fimmtán mínútur voru liðnar af þessum vináttulandsleik þegar tveir leikmenn Panama höfðu fengið sig fullsadda.

Messi var með boltann rétt fyrir utan teig er leikmennirnir mættu báðir á ferðinni með takkana á undan sér og í raun ótrúlegt að Messi hafi sloppið heill úr þessu.

Leikmennirnir fengu báðir gula spjaldið fyrir en þessa tæklingarnar má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner