Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skilur ekki hvernig Kompany fékk starfið hjá Bayern
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: EPA
Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley og Everton, áttar sig ekki á því hvers vegna Bayern München ákvað að ráða Vincent Kompany síðasta sumar.

Dyche var rekinn frá Burnley eftir níu og hálft ár við stjórnvölinn árið 2022 og var Kompany svo ráðinn í hans stað eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni.

Undir stjórn Kompany fór Burnley beint upp en féll svo beint aftur niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir fallið var Kompany ráðinn til Bayern þar sem hann er í dag.

„Ég held að þeir hafi fengið 24 stig. Hann eyddi 127 milljónum punda, féll og fékk svo Bayern starfið."

„Ég skil það ekki alveg. Ég vildi að ég væri í hans sporum. Ég vildi að ég hefði skilið félagið eftir í 127 milljón punda skuld og svo tekið við Bayern. Það er áhugavert hvernig lífið virka," sagði Dyche á TalkSPORT en hann fékk ekki úr eins miklu að moða og Kompany þegar hann var hjá Burnley.
Athugasemdir
banner
banner