Elín Helena er miðvörður sem uppalin er hjá Breiðabliki og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Augnabliki. Hún var síðustu tvö tímabil í stóru hlutverki hjá Keflavík á láni frá Breiðabliki. Í vetur lék hún alla leiki Breiðabliks í Lengjubikarnum.
Hún lék á sínum tíma fimm leiki fyrir yngri landsliðin og á alls 108 KSÍ leiki að baki og hefur í þeim skorað tvö mörk. Í dag sýnir Elín á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 2. sæti
Hún lék á sínum tíma fimm leiki fyrir yngri landsliðin og á alls 108 KSÍ leiki að baki og hefur í þeim skorað tvö mörk. Í dag sýnir Elín á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 2. sæti
Fullt nafn: Elín Helena Karlsdóttir
Gælunafn: Ella, Lína, Ellsa, Ellý – ýmislegt en festist ekkert að viti
Aldur: Er að verða 21 árs
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2017 með Augnablik
Uppáhalds drykkur: Ískaldur Nocco
Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social
Hvernig bíl áttu: Vw Polo
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Greys Anatomy
Uppáhalds tónlistarmaður: Friðrik Dór
Uppáhalds hlaðvarp: FM95BLÖ
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Breidablik var ad senda ther Heimakeikjakort. Sjadu her hvernig kortin virka:
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert sérstakt sem mér dettur í hug
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Katrín Ásbjörns hrikalega erfið
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þorsteinn Halldórsson
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Elín Metta óþolandi góð
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Mamma og pabbi
Sætasti sigurinn: Líklega 3-2 sigur á Aftureldingu í fyrra með Keflavík
Mestu vonbrigðin: Allir úrslitaleikirnir sem við töpuðum í yngri flokkum
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Anitu Lind Daníelsdóttur
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Katla Tryggvadóttir
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Karl frændi, góð gen
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kristjana Sigurz
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Vigdís Lilja
Uppáhalds staður á Íslandi: Pallurinn heima
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var að spila fyrsta Mfl. Leikinn með Augnabliki og var á móti góðri vinkonu minni Áslaugu Mundu og hún nelgdi boltanum í andlitið á mér. Fékk blóðnasir og vel sprungna vör og þurfti að fara útaf. Hlægjum að þessu í dag.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Alltaf Serrano fyrir leik
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já mjög mikið, handbolta, körfubolta og pílu mest
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla: Ensku.
Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var að hlaupa í leik og datt kylliflöt fram fyrir mig á andlitið
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Hafrúnu Rakel fyrir elsku gullkornin, Bergþóru Sól fyrir skemmtun og Helenu Ósk til að hafa smá hemil á þessu
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Fæ aldrei hausverk
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Katrín Ásbjörns – óþolandi að vera ekki með henni í liði en hrikalega góður liðsfélagi og stemningskona!
Hverju laugstu síðast: Örugglega eitthvað að systur minni, man ekkert núna
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Líklega upphitunin hjá Kristó :)
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir