Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
miðvikudagur 27. nóvember
WORLD: International Friendlies
Ulsan Citizen 0 - 3 Vietnam
mán 24.apr 2023 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 2. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Breiðablik muni enda í öðru sæti Bestu deildar kvenna í sumar eftir vonbrigðartímabil í fyrra. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Breiðablik missti af Meistaradeildarsæti í fyrra með því að enda í þriðja sæti deildarinnar.

Spáin:
1. ?
2. Breiðablik, 81 stig
3. Valur, 80 stig
4. Þróttur R., 78 stig
5. Þór/KA, 58 stig
6. Selfoss, 53 stig
7. ÍBV, 42 stig
8. Keflavík, 22 stig
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig

Um liðið: Breiðablik átti ekki sitt besta tímabil í fyrra og endaði tímabilið utan Meistaradeildarsætanna tveggja. Liðið fór í bikarúrslit og tapaði þar, ásamt því að komast ekki lengra en í 1. umferð Meistaradeildarinnar. Þetta voru vonbrigði en það hefur verið blásið í herlúðra fyrir sumarið og er stefnan svo sannarlega sett á að gera betur í ár.



Þjálfarinn - Ásmundur Arnarsson: Er á leið inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Breiðabliks. Er með góða reynslu í karlaboltanum þar sem hann stýrði Völsungi, Fjölni, Fylki, ÍBV og Fram. Hann þjálfaði kvennalið Augnabliks og 2. og 3. flokk Breiðabliks haustið 2017 en hann var svo ráðinn þjálfari Blika fyrir tímabilið í fyrra. Eins og áður hefur komið fram þá var síðasta tímabil ekki frábært, það gekk ekki eins og í sögu. Það verður fróðlegt að sjá hvort Ási nái að koma liðinu hærra í sumar.


Ásmundur Arnarsson.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Aníta Lísa fer yfir það helsta hjá liði Breiðabliks.


Aníta Lísa og Óskar.

Styrkleikar: Ég ætla að segja að vonbrigði síðasta tímabils verði styrkleiki hjá Breiðablik í ár. Það að lenda í þriðja sæti var ekki ásættanlegur árangur hjá liðinu og ég geri ráð fyrir því að krafan sé sett á titilinn í Kópavogi.

„Það að lenda í þriðja sæti var ekki ásættanlegur árangur hjá liðinu."

Liðið er rosalega vel mannað og með gott teymi á bakinu. Hafa svakalega breidd í hópnum og allir leikmenn liðsins eru góðar í fótbolta. Halda boltanum vel inn á vellinum, færa hann hratt á milli og sækja mikið. Eru með leikmenn sem eru skemmtilegar sóknarlega og því verður örugglega mjög gaman að horfa á Breiðablik spila í sumar.


Breiðablik fagnar marki síðasta sumar.

Veikleikar: Liðið missir hafsentaparið sitt frá síðasta tímabili. Heiðdís og Natasha fóru báðar í atvinnumennsku sem er auðvitað frábært fyrir þær, en verra fyrir Breiðablik. Óstöðugleiki varðandi breytingar á liðinu, hafa verið að missa leikmenn út á allskonar tímapunktum og því verið erfitt að púsla saman rétta liðinu og stilla strengi.

Spurningarnar: Vont að missa báða miðverðina frá síðasta tímabili, ná þær að búa til nýja varnarlínu sem verður jafn góð eða betri? Verður Breiðablik Íslandsmeistari árið 2023? Kemur Katrín Ásbjörns inn í tímabilið af krafti eftir meiðslin í vetur?


Katrín Ásbjörnsdóttir gekk í raðir Breiðabliks í vetur.

Lykilmenn: Agla María Albertsdóttir tekur núna heilt tímabil með Breiðablik og hefur alla burði til að vera besti leikmaður deildarinnar. Dregur vagninn sóknarlega hjá liðinu og gæti líka orðið markahæst í sumar ef hún er í stuði. Sem sagt enginn smá leikmaður til að hafa í sínu liði! Er svakalega hröð, tekur mikið til sín og gerir aðra leikmenn í kringum sig betri.

„Hefur alla burði til að vera besti leikmaður deildarinnar."


Agla María Albertsdóttir.

Toni Pressley er hávaxin hafsent sem kemur frá Orlando Pride. Á áhugaverðan feril á bakinu og kemur með mikla reynslu inn í liðið. Hún verður að vera máttarstólpur í vörninni til að liðið eigi séns á titlinum.


Toni Pressley kemur inn í vörnina.

Katrín Ásbjörnsdóttir er nían sem liðinu hefur vantað. Er leikmaður sem er rosalega góður uppspilspunktur og kemur þannig með tengingu inn í sóknarleikinn. Er vinnusöm og með mikla reynslu. Hefur verið meidd núna en verður vonandi heil þegar tímabilið byrjar.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Andrea Rut Bjarnadóttir. Rosalega skemmtilegur og skapandi leikmaður. Kom frá Þrótti í vetur þar sem hún hefur sýnt að hún er góður Bestu deildar leikmaður. Verður gaman að sjá hana í nýju umhverfi og með öðruvísi leikmenn í kringum sig. Getur gert helling fyrir Breiðabliksliðið.


Andrea Rut Bjarnadóttir.

Völlurinn: Breiðablik spilar heimaleiki sína á Kópavogsvelli sem er einn flottasti völlur landsins. Það getur myndast góð stemning þarna en Blikar voru í þriðja sæti er varðar heimavallarárangur í fyrra. Þarf að vera enn betri heimavöllur í ár ef liðið ætlar sér að verða Íslandsmeistari í sumar.



Komnar
Andrea Rut Bjarnadóttir frá Þrótti
Elín Helena Karlsdóttir frá Keflavík (var á láni)
Hildur Lilja Ágústsdóttir frá KR (var á láni)
Katrín Ásbjörnsdóttir frá Stjörnunni
Mikaela Nótt Pétursdóttir frá Haukum
Toni Pressley frá Bandaríkjunum

Farnar
Anna Petryk til Úkraínu
Alexandra Soree til Bandaríkjanna
Birna Kristín Björnsdóttir í FH (á láni)
Eva Nichole Persson til Svíþjóðar
Heiðdís Lillýardóttir til Basel
Karen María Sigurgeirsdóttir til Þórs/KA (á láni)
Kristjana Sigurz í ÍBV
Laufey Harpa Halldórsdóttir í Tindastól (á láni)
Melina Ayres til Ástralíu
Mikaela Nótt Pétursdóttir til Keflavíkur (á láni)
Natasha Anasi til Noregs

Dómur Anítu fyrir gluggann: Gef þeim 7 í einkunn fyrir gluggann. Auðvitað vont að missa hafsentaparið sitt en fá inn Tony Pressley sem nær vonandi að bæta það upp að einhverju leyti. Svo eru það Andrea Rut og Katrín Ásbjörns sem gera þetta að ansi góðum glugga fyrir liðið.


Mikaela Nótt kom en fór svo beint á láni í Keflavík.

Líklegt byrjunarlið:


Leikmannalisti:
1. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
3. Hildur Lilja Ágústsdóttir
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
17. Karitas Tómasdóttir
18. Elín Helena Karlsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
28. Birta Georgsdóttir
36. Harpa Helgadóttir
55. Dísella Mey Ársælsdótttir

Fyrstu fimm leikir Breiðabliks:
25. apríl, Valur - Breiðablik (Origo völlurinn)
2. maí, Tindastóll - Breiðablik (Sauðárkróksvöllur)
9. maí, Keflavík - Breiðablik (HS Orku völlurinn)
15. maí, Þór/KA - Breiðablik (Þórsvöllur)
23. maí, Breiðablik - FH (Kópavogsvöllur)

Í besta falli og versta falli að mati Anítu: Í besta falli þá verður Breiðablik Íslandsmeistari árið 2023, liðið hefur alla burði til að ná því. Í versta falli enda þær aftur í þriðja sæti sem væri ekki ásættanlegur árangur í Kópavoginum.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
Athugasemdir