Franski miðjumaðurinn Eduardo Camavinga verður ekki meira með Real Madrid á þessu tímabili eftir að hann reif vöðva í nára í 1-0 sigri liðsins gegn Getafe í gær.
Camavinga, sem er 22 ára gamall, hefur misst af fjórtán leikjum á tímabilinu vegna meiðsla.
Hann var ekki með í byrjun tímabilsins, en kom sterkari til baka og er alls með rúmar 2000 mínútur.
Frakkinn kom inn af bekknum gegn Getafe í gær fyrir David Alaba, sem meiddist, en hlaut sömu örlög og varnarmaðurinn.
Real Madrid hefur nú greint frá því að að Camavinga hafi rifið vöðva í nára og er því ljóst að hann verður frá út tímabilið. Hann mun einnig missa af HM félagsliða sem fer fram í júní og júlí.
Þá er óljóst hvort Alaba verði klár í slaginn gegn Barcelona í úrslitum spænska konungsbikarsins sem fer fram á laugardag. Hann er einnig að glíma við meiðsli í vöðva.
Athugasemdir