Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mán 24. júní 2024 21:44
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Haukar fyrsta liðið til að vinna Selfoss - Frosti með bæði mörkin
Frosti Brynjólfsson gerði bæði mörk Hauka
Frosti Brynjólfsson gerði bæði mörk Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Selfoss 1 - 2 Haukar
1-0 Dagur Jósefsson ('13 )
1-1 Frosti Brynjólfsson ('24 )
1-2 Frosti Brynjólfsson ('40 )
Lestu um leikinn

Haukar unnu Selfoss, 2-1, á JÁVERK-vellinum á Selfossi í 2. deild karla í kvöld, en þetta var fyrsta tap Selfyssinga í sumar.

Selfyssingar byrjuðu vel. Miðvörðurinn Dagur Jósefsson skoraði á 13. mínútu eftir fyrirgjöf Þorláks Breka Baxter.

Adam var ekki lengi í Paradís. Ellefu mínútum síðar jöfnuðu Haukar eftir að Selfyssingar töpuðu boltanum á miðsvæðinu.

Oliver Kelaart var fljótur að senda Frosta Brynjólfsson í gegn, sem táaði boltanum í gegnum klof Robert Blakala.

Haukar fengu færin til að skora fleiri. Eitt mark var tekið af liðinu eftir rúman hálftíma en það dæmt af vegna rangstöðu. Samkvæmt lýsingu Fótbolta.net virtist Haukamaðurinn réttstæður.

Það breytti ekki miklu. Haukar héldu áfram að sækja og var það Frosti sem gerði annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks er hann keyrði frá eigin vallarhelmingi og lét síðan vaða með föstu skoti í fjærhornið.

Selfoss skoraði tveimur mínútum síðar en markið dæmt af þar sem boltinn hafði farið af velli í aðdraganda marksins.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok var Frosti nálægt því að fullkomna þrennu sína en Blakala sá við honum í markinu.

Lokatölur 2-1 fyrir Hauka sem eru fyrsta liðið til að sigra Selfoss í sumar. Haukar eru í 7. sæti með 11 stig en Selfoss áfram á toppnum með 19 stig.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 12 9 2 1 25 - 11 +14 29
2.    KFA 12 8 1 3 29 - 19 +10 25
3.    Víkingur Ó. 12 6 5 1 27 - 14 +13 23
4.    Þróttur V. 12 6 1 5 25 - 20 +5 19
5.    Völsungur 12 6 1 5 21 - 19 +2 19
6.    Haukar 12 5 2 5 20 - 22 -2 17
7.    Ægir 12 4 3 5 18 - 17 +1 15
8.    Höttur/Huginn 12 4 3 5 21 - 24 -3 15
9.    KFG 12 3 3 6 20 - 22 -2 12
10.    Kormákur/Hvöt 12 3 3 6 10 - 17 -7 12
11.    KF 12 2 2 8 11 - 25 -14 8
12.    Reynir S. 12 2 2 8 17 - 34 -17 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner