Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mán 24. júní 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðsframherjinn komin á ról
Bryndís Arna.
Bryndís Arna.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsframherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir, sem endaði sem markadrottning Bestu deildarinnar í fyrra, sneri aftur á völlinn fyrir rúmri viku síðan eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Bryndís viðbeinsbrotnaði í fyrstu umferð deildarinnar, 14. apríl, og sneri til baka í síðustu umferð. Hún lék sinn annan leik eftir meiðsli í gær þegar lið hennar, Växjö, mætti Vittsjö í sænsku deildinni í gær.

Leikurinn endaði með jafntefli og er Växjö í 9. sæti með fjórtán stig eftir tólf umferðir. Tvær umferðir eru eftir fram að sumarfríi. Eftir leikina tvo á íslenska landsliðið leiki gegn Póllandi og Þýskalandi í undankeppni EM 2025.

Þórdís Elva Ágústsdóttir lék allan leikinn fyrir Växjö og Bryndís lék síðasta hálftímann.

Bryndís var fyrir meiðslin búin að spila stórt hlutverk með landsliðinu í fyrstu leikjum ársins. Hún fór frá Val til Växjö eftir síðasta tímabil.
Athugasemdir
banner