Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júlí 2020 11:47
Elvar Geir Magnússon
Umfjöllun Blika: Taktík liðsins virðist ekki vera að ganga upp
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfarar Breiðabliks.
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfarar Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Óásættanlegt!" segir í fyrirsögn á stuðningsmannasíðu Breiðabliks, blikar.is, þar sem fjallað er um tapleikinn gegn HK í Kórnum.

„Þrátt fyrir að vera með boltann stóran hluta leiksins fundum við engin svör gegn sterkum varnarleik heimapilta. Við erum með miklu betri leikmenn innanborðs en taktík Blikaliðsins virðist ekki vera að ganga upp. Uppspilið er hægt og andstæðingar okkar eru búnir að lesa okkur fyrir löngu síðan," segir í umfjölluninni.

„Það er hundleiðinlegt að spila inni í Kórnum svona um hábjargræðistímann en það á samt ekki að skipta máli. Auðvitað voru þeir nokkuð heppnir í leiknum og nýttu eina færið sem þeir fengu. En við áttum fá svör við þessari miklu baráttu og keppnisanda."

Í greininni segir að Breiðablik sé miklu stærra félag en HK og svona tap því óásættanlegt.

Breiðablik er án sigurs í síðustu fimm leikjum en hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni.

Sjá einnig:
Skýrslan: Iðnaðarsigur HK
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner