Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. júlí 2021 22:41
Victor Pálsson
4. deild: Afríka fengið á sig yfir 100 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Afríka fékk á sig 13 mörk í 4. deild karla í dag er liðið spilaði við RB en leikið var á OnePlus vellinum.

Afríka er versta lið A riðils en liðið hefur enn ekki fengið stig og hefur þá fengið 103 mörk á sig í 11 leikjum.

Í D riðli vann Kormákur/Hvöt mikilvægan 5-0 sigur á Vatnalilljum og er þremur stigum á eftir toppliði Vængi Júpíters.

Í sama riðli vann Léttir lið Samherja 2-1 en markaskorara úr þeim leik vantar að svo stöddu.

Í B riðli mættust svo Uppsveitir og KFB en þar vann KFB 3-2 sigur og var það fyrsti sigur liðsins í sumar.

Afríka 0 - 13 RB
0-1 Bjarni Fannar Bjarnason('22)
0-2 Þorgils Gauti Halldórsson('24)
0-3 Bjarni Fannar Bjarnason('33)
0-4 Bjarni Fannar Bjarnason('37)
0-5 Jón Arnór Sverrisson('43)
0-6 Reynir Þór Valsson('48)
0-7 Pawel Baginski('52, sjálfsmark)
0-8 Thang Ninh Tang Nguyen('64, sjálfsmark)
0-9 Jón Arnór Sverrisson('66)
0-10 Þorgils Gauti Halldórsson('73)
0-11 Jón Arnór Sverrisson('80)
0-12 Jón Kristján Harðarson('12)
0-13 Eiður Snær Unnarsson('90)

Kormákur/Hvöt 5 - 0 Vatnaliljur
1-0 Ingvi Rafn Ingvarsson('10)
2-0 George Razvan Chariton('24)
3-0 Ingvi Rafn Ingvarsson('28)
4-0 George Razvan Chariton('85)
5-0 George Razvan Chariton('90)

Uppsveitir 2 - 3 KFB
0-1 Birgir Guðlaugsson('2)
0-2 Elvar Freyr Guðnason('36)
1-2 Benedikt Emil Aðalsteinsson('44, sjálfsmark)
2-2 Carlos Javier Castellano('51)
2-3 Hákon Helgi Kristjánsson('64)

Léttir 2 - 1 Samherjar
Athugasemdir
banner
banner