Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Monza óstöðvandi - Caprari og þrír aðrir lentir (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Monza eru nýliðar í efstu deild á Ítalíu og ætla þeir sér alls ekki að falla niður um deild á sínu fyrsta tímabili.


Adriano Galliani og Silvio Berlusconi, sem gerðu AC Milan að einu af sterkustu liðum heims um tíma, eru mennirnir á bakvið þennan ótrúlega uppgang sem hefur verið síðustu árin hjá Monza.

Félagið var að krækja í Gianluca Caprari frá Verona fyrir 10 milljónir evra. Monza borgar 3 milljónir fyrir eins árs lán og 7 milljónir til að kaupa hann eftir tímabilið.

Caprari er að verða 29 ára gamall og skoraði 12 mörk í 35 deildarleikjum með Verona á síðustu leiktíð, auk þess að gefa sjö stoðsendingar.

Auk hans er Filippo Ranocchia kominn á lánssamningi frá Juventus. Ranocchia er 21 árs með leiki að baki fyrir U21 landslið Ítalíu. Hann er algjörlega óskyldur Andrea Ranocchia, fyrrum varnarmanni Inter sem gekk í raðir Monza fyrr í sumar.

Þar að auki eru Alessandro Sorrentino og Samuele Birindelli komnir til félagsins fyrir 2,5 milljónir evra samtals.

Sorrentino er efnilegur markvörður sem er keyptur frá Pescara á meðan Birindelli er hægri bakvörður sem lék með Pisa á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner