banner
   sun 24. júlí 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel pirraður: Mikið af leikmönnum sem vilja fara
Mynd: EPA

Thomas Tuchel var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna eftir vandræðalegt 4-0 tap Chelsea gegn Arsenal í æfingaleik í nótt.


Liðin eru í æfingaferð um Bandaríkin og mættust þar á undirbúningstímabili sem hefur verið erfitt fyrir Chelsea.

„Við spiluðum við sterkt Arsenal lið sem var með hugarfarið upp á tíu. Við áttum ekki möguleika í þá, hvorki líkamlega né andlega, því við erum með mikið af leikmönnum sem eru að skoða sig um og vilja skipta um félag," sagði Tuchel, sem var svo spurður út í frammistöðu Kalidou Koulibaly.

„Hann var besti leikmaðurinn okkar í dag og gaf mér góða tilfinningu á slæmu kvöldi."

Næst var Tuchel spurður út í vandamálin í sóknarleiknum þar sem Chelsea virtist sjaldan gera sig líklegt til að skora.

„Við erum enn að glíma við sömu vandamál í sókninni því við erum ennþá með sömu leikmennina. Leikmenn lögðu sig einfaldlega ekki nægilega mikið fram í kvöld. Ég ætla ekki að drulla yfir strákana en þetta er bara heiðarleg greining á leiknum."


Athugasemdir
banner
banner
banner