Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 24. júlí 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Börkur í Hvíta riddarann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur fengið félagaskipti frá ÍR í Hvíta riddarann. Börkur lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil þar sem hann fór upp með ÍR úr 2. deildinni.

Nú er komið að átökum í 3. deildinni þar sem Hvíti riddarinn er sem stendur í botnsætinu.

Hjá Hvíta hittir Börkur fyrir Ásgeir Frank Ásgeirsson en þeir eru báðir meðlimir í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið.

Ásgeir Börkur er 37 ára og á að baki 431 KSÍ leik, flesta fyrir Fylki.

Ásgeir Frank er spilandi þjálfari Hvíta riddarans sem á næst leik á móti Árbæ á föstudag.
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 21 14 5 2 62 - 22 +40 47
2.    Víðir 21 13 5 3 53 - 24 +29 44
3.    Árbær 21 13 3 5 44 - 31 +13 42
4.    Augnablik 21 12 3 6 45 - 29 +16 39
5.    Magni 21 8 6 7 27 - 37 -10 30
6.    ÍH 21 7 4 10 61 - 60 +1 25
7.    Sindri 21 7 3 11 36 - 42 -6 24
8.    Hvíti riddarinn 21 7 2 12 38 - 45 -7 23
9.    Elliði 21 7 2 12 32 - 52 -20 23
10.    KV 21 7 1 13 34 - 50 -16 22
11.    KFK 21 7 1 13 36 - 59 -23 22
12.    Vængir Júpiters 21 5 3 13 36 - 53 -17 18
Athugasemdir
banner
banner
banner