29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mið 24. júlí 2024 22:11
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni Eiríks: Ef hægt er að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ótrúlega súrt. Ósanngjörn úrslit, ef einhvertíman er hægt að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag. Það er ótrúlegt að við fáum ekkert út úr þessum leik þvílík vonbrigði,“ sagði Guðni Eiríks, þjálfari FH, eftir tap á móti Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Stjarnan

„Við bara komum ekki boltanum oftar inn heldur en einu sinni. Fengum svo sannarlega færin til þess, komum okkur í góðar stöður trekk í trekk. Með betri frammistöðum í sumar hvað það varðar. Erin frábær í marki Stjörnunnar, ver einn á móti einum í tvígang eða þrígang, skot í stöng. Þannig að við nýtum ekki þessar kjöraðstæður sem við komum okkur í.”

„Leikurinn er þetta opinn í lokin vegna þess að bæði liðin vilja sækja sigur. Við þurfum sigur og Stjarnan þurfti á sigri að halda og þess vegna var öllu hent í þetta.“

„Við þurfum bara að halda áfram. Við erum að leita að næsta sigri. Nú eru þrír leikir í röð sem við töpum og það er ekki góð tilfinning. Það er ekki gott að tapa nokkrum leikjum í röð og fara í taphrinu. Þurfum að vera sár og svekkt í dag og reyna að gera eitthvað svipað í næsta leik. Ég er alveg viss um það að ef við spilum eins eftir viku og við gerðum í dag þá fer það vel.“

 Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner