„Ótrúlega súrt. Ósanngjörn úrslit, ef einhvertíman er hægt að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag. Það er ótrúlegt að við fáum ekkert út úr þessum leik þvílík vonbrigði,“ sagði Guðni Eiríks, þjálfari FH, eftir tap á móti Stjörnunni í dag.
Lestu um leikinn: FH 1 - 2 Stjarnan
„Við bara komum ekki boltanum oftar inn heldur en einu sinni. Fengum svo sannarlega færin til þess, komum okkur í góðar stöður trekk í trekk. Með betri frammistöðum í sumar hvað það varðar. Erin frábær í marki Stjörnunnar, ver einn á móti einum í tvígang eða þrígang, skot í stöng. Þannig að við nýtum ekki þessar kjöraðstæður sem við komum okkur í.”
„Leikurinn er þetta opinn í lokin vegna þess að bæði liðin vilja sækja sigur. Við þurfum sigur og Stjarnan þurfti á sigri að halda og þess vegna var öllu hent í þetta.“
„Við þurfum bara að halda áfram. Við erum að leita að næsta sigri. Nú eru þrír leikir í röð sem við töpum og það er ekki góð tilfinning. Það er ekki gott að tapa nokkrum leikjum í röð og fara í taphrinu. Þurfum að vera sár og svekkt í dag og reyna að gera eitthvað svipað í næsta leik. Ég er alveg viss um það að ef við spilum eins eftir viku og við gerðum í dag þá fer það vel.“
Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan