Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   mið 24. júlí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír leikir í efstu deild færðir útaf Evrópuleikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur fært þrjá leiki í Bestu deild kvenna vegna Evrópuleikja íslensku stórliðanna.

Heimaleikir hjá Víkingi R., Breiðabliki og Tindastóli hafa verið færðir til.

Leikur Víkings gegn Þrótti R. hefur verið færður aftur um tvo sólarhringa og verður nú leikinn föstudaginn 26. júlí klukkan 18:00, alveg eins og viðureign Breiðabliks gegn Fylki.

Heimaleikur Blika átti upprunalega að fara fram fimmtudaginn klukkan 18:00 en var færður aftur um einn sólarhring.

Þá hefur leikur Tindastóls gegn Vals verið færður fram um einn sólarhring og fer hann því fram á Sauðárkróksvelli í dag.

Víkingur R – Þróttur R
Var: Miðvikudaginn 24. júlí kl. 18.00 á Víkingsvöllur
Verður: Föstudaginn 26. júli kl. 18.00 á Víkingsvöllur

Breiðablik - Fylkir
Var: Fimmtudaginn 25. júlí kl. 18.00 á Kópavogsvelli
Verður: Föstudaginn 26. júlí kl. 18.00 Kópavogsvelli

Tindastóll - Valur
Var: Fimmtudaginn 25. júlí kl. 18.00 á Sauðárkróksvelli
Verður: Miðvikudaginn 24. júlí kl. 18.00 Sauðárkróksvelli
Athugasemdir
banner
banner
banner